Innlent

Færri aka milli staða en áður

Ingvar Haraldsson skrifar
Hlutfall Reykvíkinga sem aka milli staða lækkar milli kannanna.
Hlutfall Reykvíkinga sem aka milli staða lækkar milli kannanna. fréttablaðið/vilhelm
Færri Reykvíkingar nota bifreiðar til að koma sér milli staða en fleiri nýta sér vistvænan samgöngumáta nú, miðað við árið 2011. Þá sögðust 74,8 prósent aka milli staða miðað við 70,4% árið 2014.

Fleiri fara ferðir sínar gangandi í Reykjavík eða 18% árið 2014 miðað við 15,9% árið 2011. Þá ferðast 5,5 prósent Reykvíkinga á hjóli nú miðað við 4,7 prósent árið 2011. Hlutur þeirra sem ferðast með strætó hækkar lítillega, úr 4,5 prósentum árið 2011 í 4,8 prósent nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×