Innlent

Færa ráðherra táknræna gjöf

Samúel Karl Ólason skrifar
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra. Vísir/GVA
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra mun í dag mæla fyrir frumvarpi til laga um náttúrupassa. Af því tilefni munu fulltrúar frá Ferðafélaginu Útivist, Ferðafélagi Ísland, ferðaklúbbnum 4x4, Samtökum Útivistarfélaga (SAMÚT) og Landvernd færa ráðherra táknræna gjöf.

Með gjöfinni vilja félögin minna Ragnheiði á hlutverk hennar sem alþingismanns og ráðherra að standa vörð við almannrétt fólks til frjálsrar farar og dvalar á óræktuðu landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landvernd.

Markmið laga um náttúrupassa er að stuðla að verndun náttúru Íslands „með nauðsynlegri uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða svo og að styðja við málefni er tengjast öryggismálum ferðamanna.“

Hverjum einstaklingi er ætlað að afla sér slíks passa, ætli hann að heimsækja ferðamannastað á Íslandi. Passinn mun kosta 1.500 krónur og gilda í þrjú ár í senn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×