Lífið

Fáðu Hilmi Snæ beint í æð

Halldóra Geirharðsdóttir
Halldóra Geirharðsdóttir Fréttablaðið/GVA
„Verkið heitir Beint í æð og fjallar um lækni sem sér fram á að verða yfirlæknir og jafnvel landlæknir standi hann sig geðveikt vel á alþjóðlegum fyrirlestri sem hann heldur fyrir taugasérfræðinga, þegar kemur óvænt babb í bátinn,“ segir Halldóra Geirharðsdóttir, sem leikstýrir sínum fyrsta farsa í Borgarleikhúsinu.

Höfundur er Ray Cooney, en Gísli Rúnar Jónsson þýddi.

Verkið verður frumsýnt þann 31. október.

„Það hleðst utan á babbið og læknirinn reynir að ýta því frá sér svo hann geti haldið fyrirlesturinn. En þetta verður að skelfilegasta degi lífs hans, sem endar þó vel. Allir eru sekir og saklausir,“ segir Halldóra.

Hilmir Snær leikur lækninn.

„Hilmir reynir að láta Góa bjarga sér og Örn Árnason ruglar aðeins í þessu, Halldór Gylfason reynir að stjórna en áfengið truflar hann. Þórunn Arna Clausen heldur að hún sé gift flottasta lækni landsins, en Maríanna Clara er kynnt til leiks og snýr þeirri hugmynd Þórunnar á hvolf. Aðrir leikendur eru Jóhanna Vigdís, Sigrún Edda, Valur Freyr og Hjörtur Jóhann,“ segir Halldóra.

„Þetta er frábær hópur og ég hlakka til að takast á við þetta,“ segir Halldóra að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×