Innlent

Faðir Dorritar látinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólafur Ragnar og Dorrit á svölum Alþingishússins.
Ólafur Ragnar og Dorrit á svölum Alþingishússins. Vísir/Vilhelm
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti ræðu við útför tengdaföður síns, Shlomo Moussaieff, sem fram fór síðdegis í gær í hæðum Jerúsalem. Fjöldi vina var viðstaddur auk fjölskyldu og ættingja.

Shlomo andaðist í fyrrakvöld og var jarðsettur í dag samkvæmt helgisiðum gyðinga að því er fram kemur á vef forsetaembættisins.

Shlomo, sem var fæddur árið 1925, var á nítugasta aldursári. Hann var næstelstur tólf barna og lætur eftir sig eiginkonu sína og viðskiptafélaga Alisu og börn sín þrjú; Dorrit, Tamara og Sharon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×