Lífið

Facebook kynnir viðbætur við like-hnappinn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Margir hafa beðið eftir að geta meira en bara like-að færslur og myndir á Facebook.
Margir hafa beðið eftir að geta meira en bara like-að færslur og myndir á Facebook. Skjáskot
Facebook hefur kynnt viðbætur við hinn svokalla like-hnapp. Nú verður hægt að nota emoji-myndir til þess að bregðast við öllu því sem er birt á Facebook með andlitum sem gefa til kynna hinar ýmsu tilfinningar.

Í Facebook-pósti frá Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, segir að í mörg ár hafi notendur Facebook beðið um svokallaðan dislike-hnapp. Að sögn Zuckerberg verður nú hægt að að tjá ást, lotningu, gleði, samúð, sorg og hlýju með emoji-andlitum, auk hins hefðbundna like.

Fyrst um sinn verður þessi möguleiki aðeins til prófunar á Spáni og á Írlandi áður en að öll heimsbyggðin fær að njóta þess að tjá tilfinningar sínar undir myndum og færslum á Facebook. Sjá má kynningu Facebook á þessum nýju möguleikum í myndbandinu hér fyrir neðan.

Today we're launching a test of Reactions -- a more expressive Like button. The Like button has been a part of...

Posted by Mark Zuckerberg on Thursday, 8 October 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×