Viðskipti

Leið til að hætta ekki við góðar hugmyndir

Langar þig að stofna þinn eiginn rekstur? Eða ertu með einhverja góða hugmynd fyrir vinnuna, sem þú þorir ekki að velta í framkvæmd? Hér rýnum við í það hvað getur verið að aftra fólki frá því að fylgja hugmyndum eftir.

Atvinnulíf

Sjávarútvegssveitarfélög vilja hlutdeild í tekjum að auðlindanýtingu í sjávarútvegi til að mæta loðnubresti

"Samtök sjávarútvegssveitarfélaga hafa haldið á lofti kröfunni um að sjávarútvegssveitarfélög fái hlutdeild í tekjum að auðlindanýtingu í sjávarútvegi til margra ára, einmitt til þess að geta tekist á við þessar sveiflur sem svo sem óumflýjanlegar,“ segir Gauti Jóhannesson, formaður Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga.

Viðskipti innlent

Margrét framkvæmdastjóri hjá Advania

Margrét Gunnlaugsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri ráðgjafar og sérlausna Advania. Hún hefur starfað hjá fyrirtækinu síðan 2018, fyrst sem forstöðumaður á rekstrarlausnasviði og nú síðast sem forstöðumaður mannauðslausna.

Viðskipti innlent

Viaplay hirðir enska boltann af TV2

Norræna fjölmiðlafyrirtækið Nordic Entertainment Group (NENT), sem gerir út streymisveituna Viaplay, hefur öðlast sýningarréttinn að ensku úrvalsdeildinni í Noregi, Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku árin 2022 til 2028.

Viðskipti erlent

Annar loðnuleiðangur Hafrannsóknarstofnunnar: Loðna á „stangli“ en ekkert magn sem heitir

„Það hefur nú lítið breyst. Við erum svona að byrja að þreifa á þessu og enn sem komið er að þá er búið að vera lítið að sjá. Það eru þrjú skip sem eru komin þarna fyrir austan land og eru að skanna bæði utan við landgrunnsbrúnina og uppá landgrunninum og þar er enn sem komið er lítið að sjá. Það er svona loðna á stangli en ekkert magn sem heitir,“ segir Birkir Bárðarson, leiðangursstjóri rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar.

Viðskipti innlent