Heilsa

Upplýsingaveita um efnisinnihald matvæla

Á heimasíðu Matís, www.matis.is, er að finna gagnagrunn með upplýsingum um efnainnihald matvæla. „ÍSGEM er gagnagrunnur sem geymir upplýsingar um efnainnihald matvæla á íslenskum markaði og hefur nú í fyrsta sinn verið birtur á netinu,“ segir Ólafur Reykdal, verkefnastjóri hjá Matís ohf.

Heilsuvísir

Hugleitt í Bláfjöllum

Hugleiðsluleiðbeinandinn Pierre Stimpfling verður með hugleiðsluhelgi í Bláfjöllum helgina 13.-15. júlí þar sem hann leiðbeinir fólki við að ná tökum á hugleiðslunni með nýrri aðferð.

Heilsuvísir

Einstaklingsmiðuð einkaþjálfun

Í Íþróttaakademíunni í Keflavík verður kennd ný nálgun að einkaþjálfunarnámi frá og með komandi vetri þar sem áhersla er lögð á að vinna út frá jafnvægi og líkamsstöðu. Haraldur Magnússon er osteopati og kennir einkaþjálfun við Akademíuna.

Heilsuvísir

Enginn gleiðgosaháttur

Honda Accord executive býður af sér góðan þokka og kemur fyrir sem hógvær en kraftmikil skepna. Við fyrstu kynni virkaði Honda Accord executive svolítið eins og félagsheimilið í myndinni Með allt á hreinu.

Heilsuvísir

Grillveisla í Mat og lífsstíl í kvöld

Athafnahjónin Jón Arnar Guðbrandsson og Ingibjörg Þorvaldsdóttir bjóða til grillveislu í þætti Völu Matt, Matur og lífsstíll, í kvöld. „Þetta var allt ofsalega fljótlegt og einfalt en alveg súpergott,“ sagði Vala hrifin.

Heilsuvísir

Gott ástand á kryddi

Örveruástand á kryddi hefur batnað á síðustu árum samkvæmt eftirlitsverkefni Heilbrigðiseftirlits og Umhverfisstofnunar. Tekin voru 106 sýni af kryddi og kryddblöndum og af þeim voru ellefu sýni yfir mörkum um örverufjölda en þetta kemur fram á heimasíðu Umhverfisstofnunar. Þetta sýnir að krydd sem selt er í verslunum hérlendis er almennt undir þeim mörkum sem miðað er við varðandi örverufræðileg gæði þess.

Heilsuvísir

Silikonbrjóst í skiptum fyrir dónamyndir

Vefsíða sætir gagnrýni fyrir að notfæra sér neyð kvenna. Bresk heilbrigðisyfirvöld hafa fordæmt vefsíðu sem hvetur konur til að safna peningum fyrir brjóstastækkunaraðgerð í skiptum fyrir eggjandi myndir, spjall við karla á rásum, gjafir og aðra þjónustu.

Heilsuvísir

Toyota fer troðnar slóðir

Toyota Auris er nýr hlaðbakur sem ætlað er að taka við af hlaðbaksútgáfum Corolla. Barnið vex en brókin ekki. Bílar gera það hinsvegar. Gott dæmi er Toyota Corolla sem hefur gegnum tíðina stækkað úr smábíl í fullvaxinn fólksbíl og um leið orðið að mjög fjölbreyttri bílalínu.

Heilsuvísir

Möndlumjólk á morgunkornið

Sólveig Eiríksdóttir eldar kynstrin öll af gómsætum grænmetisréttum fyrir Völu Matt í kvöld í þætti hennar Matur og lífsstíll. „Solla himneska, eins og maður kallar hana þar sem hún rekur fyrirtækið Himnesk hollusta, er ótrúlega hugmyndarík og sniðug þegar kemur að spennandi uppskriftum,“ segir Vala.

Heilsuvísir

Fiskréttur flugmannsins

Egill Ibsen Óskarsson starfar sem flugmaður en hefur mikinn áhuga á myndlist og mat og eyðir frístundum sínum í að rækta þessi áhugamál.

Heilsuvísir

Kennir örugga trampólínnotkun

Ása Inga Þorsteinsdóttir, þjálfari hjá fimleikafélaginu Gerplu í Kópavogi, heldur námskeið um örugga trampólínnotkun fyrir börn. Hún segir mikilvægt að krakkar hafi góðan grunn í trampólínstökki sem þeir geti svo byggt ofan á.

Heilsuvísir

Forðast allar öfgar

Inga Kristjánsdóttir starfar sem næringarþerapisti en starf hennar gengur fyrst og fremst út á að bæta heilsu fólks með breyttu mataræði. Undafarin ár hafa miklar breytingar átt sér stað varðandi meðvitund Íslendinga á heilsu og heilsusamlegu mataræði.

Heilsuvísir

Áhrif mataræðis á krabbamein

Prófessor Jane Plant flutti á dögunum fyrirlestur í Háskóla Íslands um áhrif mataræðis á brjóstakrabbamein og krabbamein í blöðruhálskirtli. „Ég kom á vegum Odds Benediktssonar, prófessors við Háskóla Íslands, til að flytja erindi um áhrif mataræðis á krabbamein,“ segir Jane Plant, prófessor í jarðefnafræði við Imperial College London

Heilsuvísir

Lífskraftur unglinga

Í gær hófst námskeiðið Lífskraftur þriðja sumarið í röð en það eru hin kraftmiklu Arnar Grant og Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir sem standa að námskeiðinu.

Heilsuvísir

Æft úti að kínverskum sið

Bardagaíþróttin tai chi er í aukinni sókn hérlendis. Nokkrum sinnum í viku kemur hópur fíleflds fólks á öllum aldri saman í Heilsudrekanum í Skeifunni 3 til að iðka hina fornu bardagaíþrótt tai chi, afslappaðar og mjúkar hreyfingar, sem eru ætlaðar að koma á líkamlegu og andlegu jafnvægi.

Heilsuvísir

Stærsta bílasýning ársins

Bíladagar verða á Akureyri 15. til 17. júní. Keppt verður í spyrnu og burnout-keppni og um 200 farartæki verða til sýnis á einni stærstu bílasýningu sem haldin hefur verið hérlendis.

Heilsuvísir

Reykingabann í Hollandi

Fyrirséð er að reykingabann á veitingastöðum sem tekur gildi í Hollandi í júlí muni reynst flóknara í framkvæmd þar en annars staðar. Neysla kannabisefna er lögleg í landinu og kaffihús mega selja slík efni. Fjölmörg kaffihús í landinu er helguð kannabisefnum.

Heilsuvísir

Fitandi erfðir

Þýskir og bandarískir vísindamenn hafa einangrað erfðabundið mólekúl sem stýrir þyngd fólks, svokallað „eirðaleysis-mólekúl“. Þeir sem bera það með sér eru ólíklegri til að fitna. Frá þessu segir á vef BBC.

Heilsuvísir

Súkkulaði fyrir heilann

Flavanólar í súkkulaði, bláberjum, vínberjum og te geta bætt minni. Vísindamenn hafa lengi vitað af heilsusamlegum áhrifum ýmissa flavanólefna í mat. Nú hafa þeir komist að því að ein ákveðin tegund þeirra, epíkatesín, getur bætt minni í músum. Epíkatesín fyrirfinnst í súkkulaði, bláberjum, vínberjum og tei.

Heilsuvísir

Ítölsk fágun

Hönnuðurinn Alberta Ferretti er stórt nafn í tískuheiminum í dag. Hún er talin einn frumlegasti hönnuður Ítala og er fræg fyrir að skapa þægileg en að sama skapi íburðarmikil föt. Hún notar dýr og fáguð efni til að skapa stíl sem er í senn klæðilegur, mjúkur og kvenlegur. Með því að blanda saman rómantík og þægindum hefur hún fest sig í sessi sem ein áhrifamesta kona á Ítalíu í dag, og merkið hennar Philosophy veltir milljörðum á ári hverju

Heilsuvísir