Bakþankar

Góðir stakkfirðingar

Örnefni eru vandmeðfarin því fólk tekur við þau ástfóstri, eins og dæmin sanna. Ekki er langt síðan lá við borgarastyrjöld norður í landi vegna ágreinings um heiti á fjalli. Við sameiningu íslenskra sveitarfélaga komu upp svipuð vandamál. Sumir Keflvíkingar harðneituðu að vera annað en Keflvíkingar áfram og Njarðvíkingar tóku í svipaðan streng. Niðurstaðan var hið afleita nafn Reykjanesbær.

Bakþankar

Lifi Sparisjóður Dalvíkur

Þetta gæti verið upphaf á gömlu lagi með Megasi: Það eru allir svo brjálaðir út í bankana. Svo gætu erindin tuttugu og sjö öll hafist á svipuðum nótum. Það eru allir svo bitrir út í bankana, það blæs ekki byrlega fyrir bönkunum...

Bakþankar

Þakklæti

Fyrirbærið þakklæti er ekki hátt skrifað í nútímanum. Flestum finnst álíka fáránlegt að vera þakklátur og að safna sér fyrir einhverju. Til hvers að safna sér fyrir einhverju þegar maður fær lánað fyrir því á þremur mínútum? Til hvers að vera þakklátur fyrst allt kemur hvort sem er upp í hendurnar á manni?

Bakþankar

Marktæku krúttin

Fyrir allra fyrsta skiptið sem ég hitti bankastjóra var auðmýkt mín gagnvart valdhafanum slík að ég undirbjó fundinn af kostgæfni. Andlega fyrst og fremst, því erindið var að sækja náðarsamlegast um dálítið lán. Því ákvað ég nákvæmlega hvað ég ætlaði að segja og rökin fyrir frekjunni. Jafnframt taldi ég rétt að vanda útlitið, fór í huggulegt pils, háa hæla og eyddi umtalsverðri stund í snyrtingu.

Bakþankar

Deyfingar fyrir aumingja

Karen D. Kjartansdóttir skrifar

Meðganga og fæðing er ekki sjúkdómur heldur eðlilegur hluti af lífinu, það er óeðlilegt að sjúkdómsvæða þetta ferli. Þessa klisju heyra líklega flestar barnshafandi konur og stilltar kinka þær flestar kolli til samþykkis.

Bakþankar

Hinir vammlausu

Fyrir um það bil ári fékk fólk sem býr í eldgömlu fjölbýlishúsi í 101-hverfinu óvænt símtal frá manni sem kynnti sig sem fasteignasala. Erindið var að spyrja hvað íbúð fjölskyldunnar ætti að kosta. Svarið var að íbúðin væri alls ekki til sölu.

Bakþankar

Billjónsdagbók 26.8

Þegar ég hafði fullvissað mig um að var enginn í móttökunni, leyfði ég mér að dansa eins og indjánahöfðinginn „Óstöðugur vindur" hring eftir hring í kringum 12 fermetra fundarborðið, fórna höndum og hrópa í sífellu af léttgeggjaðri hrifningu: Djíníuss! Djíníuss!

Bakþankar

Ástandið

Með reglulegu millibili blossar upp á Íslandi umræða um hið svokallaða ástand í miðbænum, en "ástandið í miðbænum" er eiginlega orðið sérstakt hugtak í íslenskri umræðu, notað af þeim sem telja miðbæinn vera gróðrastíu ofbeldis, óláta og óhreininda. Alla mína hundstíð hef ég hlýtt með litlu millibili á bölv og ragn í fjölmiðlum út af miðbænum.

Bakþankar

Mér til málsvarnar

Góðir fundarmenn. Ég vil byrja á að biðjast forláts á þeirri töf sem orðið hefur á boðun til þessa húsfundar. Ég taldi hins vegar rétt að veita forvera mínum í formannsembætti svigrúm til að útskýra sinn þátt í málinu enda ljóst að ákvörðun um kaup og uppsetningu gervihnattadisks var tekin í hans stjórnartíð.

Bakþankar

Mika

Á ísskápnum hanga Geðorðin 10 sem Lýðheilsustöð var svo elskuleg að senda mér um árið. Ég les sjaldnast lengur en fyrsta geðorðið þegar ég fer í skápinn, enda á það kannski best við mig: Hugsaðu jákvætt, það er léttara.

Bakþankar

Englar eru bestu skinn

Norska prinsessan Marta Lovísa kom þjóð sinni heldur betur á óvart í sumar þegar hún sagðist geta séð engla. Hún hafði gert það gott sem knapi, sjúkraþjálfari og barnabókahöfundur en þessu áttu Norðmenn ekki von á frá henni. Þegar Marta Lovísa opnaði síðan skóla til að kenna öðrum að sjá engla, þessar tindilfættu verur, var Norðmönnum nóg boðið.

Bakþankar

Raup dagsins

Menningarnóttin með Glitnishlaupinu innanborðs nálgaðist óþægilega hratt þetta sumarið. Vegna heitstrenginga frá í fyrra hefur það verið undirlagt af hlaupatilraunum þeirrar sem áður var þekktari af værukærri heimasetu og þrátt fyrir ríflegan undirbúningstíma hefðu reyndar tvær, þrjár vikur í viðbót verið vel þegnar.

Bakþankar

Færanleg lögreglustöð

Sá sem býr í miðborg veit að þar er ýmislegt öðruvísi en í úthverfum. Sumt betra. Annað verra. Aðeins eitt er óþolandi og það er að búa á svæði þar sem löggan hefur gefist upp á að framfylgja landslögum. Með lögum skal land byggja – nema miðborg Reykjavíkur.

Bakþankar

Hugleiðing um háðung

Nýlega var kvikmyndin um Simpson fjölskylduna talsett á íslensku. Ekki eru allir á einu máli um ágæti þeirrar ráðstöfunar.

Bakþankar

Maraþon

Á hverju ári, yfirleitt um vorið eða í upphafi sumars, hvarflar að mér að það gæti verið sniðugt að stefna að því að hlaupa maraþon.

Bakþankar

Illt í maganum

Litríkasta helgi sumarsins er yfirstaðin. Allt frá prestum yfir í teknótæfur flykktust niður í miðbæ til að veifa fánum til stuðnings samkynhneigðum. Allt var blessað í bak og fyrir og bólaði ekki á Gunnari í Krossinum, sem fjölmiðlar eru vanir að draga fram í sviðsljósið í hvert sinn sem minnst er á réttindabaráttu samkynhneigðra. Til þess að spyrja hvað honum finnist nú um þetta.

Bakþankar

Pönkhagfræði

Eftir því sem ég kemst næst er gott að græða, en slæmt að tapa. Þessa þulu tuldrar nútímamaðurinn fyrir munni sér. Samt tapa allir á endanum í gröfinni, en það er víst önnur saga. Þangað til er hámarksgróði eina markmiðið og skiptir þá litlu hvort þrælahald komi við sögu eða ekki.

Bakþankar

Undrafjölskyldan í Ameríku

Að ala upp heila nýja manneskju er ekki smátt verkefni heldur krefst bæði hæfileika og úthalds. Þannig geta hinir dæmigerðu foreldrar sem sumir afgreiða jafnvel þrjú eða fjögur börn talist sannkallaðar hvunndagshetjur.

Bakþankar

Ris bullunnar

Vinsælustu brandarar allra tíma virðast fela í sér skilgreiningar á muninum á körlum og konum. Þið vitið, sniðugheit á borð við: Ef þú spyrð konu til vegar þá segir hún þér hvaða verslanir eru á leiðinni, ef þú spyrð karlmann til vegar þá miðar hann við krárnar.

Bakþankar

Kurteisari en flugfreyjur?

ÚR því að frelsið virðist lúta viðskiptalögmálum er eðlilegt að maður spyrji hvort önnur lögmál gildi um það líka. Á það til dæmis við um frelsið sem gildir um svo margt annað - að það sem ekki er notað er tekið frá manni? „Use it or loose it" er það kallað á ensku.

Bakþankar

Billjónsdagbók 12.8.

OMXI15 var 8.280,24, þegar ég setti upp nýju 55.000 króna hlaupaskóna með metangashælpúðum og títaniljafjöðrun, og Nasdaq var 2.547,33 þegar ég hafði hlaupið tíu kílómetra og fannst ég jafnnálægt hruni og friðuðu grásleppuhjallarnir við Ægisíðu. Ég staulaðist niður í fjöru og tók pásu á bak við stein. Púlsinn var 178.

Bakþankar

Gangan

Að öllum líkindum munu nokkrir tugir þúsunda Íslend­inga halda niður í miðbæ í dag og taka þátt í hátíð homma og lesbía, ganga í skrúðgöngu niður Lauga­veginn eða standa á gangstéttinni og fylgjast með. Ég sjálfur hyggst ekki ganga í þetta skiptið, enda er ég dálítið brenndur af þeirri reynslu, satt að segja.

Bakþankar

Duglegur

Ein lífseigasta mýtan um Íslendinga (sem enginn heldur reyndar fram nema við sjálf) er sú að þeir séu allra þjóða duglegastir. Rökin eru yfirleitt á þá leið að augljóst sé að aðeins harðgert úrvalsfólk hafi getað tórt á þessu harðbýla landi öldum saman og af þeim harðjöxlum séum við komin.

Bakþankar

Kringlan, 2067

Voðalega er þessi krúttlegur, segir forseti Íslands, Guðrún Lára Dagbjartsdóttir, og veifar ævagömlum gemsa. Hún og forsætisráðherrann, Ari Walczak-Thors, eru mætt til að vera viðstödd þegar tímahylkið í Kringl­unni er opnað, 68 árum eftir að það var innsiglað.

Bakþankar

Jag är döden

Íbúar Fårø voru vanir að svara upp í tunglið þegar aðkomufólk spurði hvar Ingmar Bergman byggi. „Annars hefði hann aldrei fengið frið," segir leigubílstjórinn sem ekur mér norður eftir eyjunni. Á svona degi er hægur vandi að átta sig á því hvers vegna leikstjórinn hreiðraði hér um sig.

Bakþankar

Íslandssaga

Breiðavík var næsti áfangastaður. Kirkjan sem reist var af drengjunum sem þar voru geymdir fyrr á öldinnni var læst. Ég leit inn um rauðlitað glerið og virti fyrir mér kvalasvip Krists á altaristöflunni áður en við grilluðum á hvítri ströndinni.

Bakþankar

Dýr hraði

Nú er ég einn af þessum ökumönnum sem keyra vana­lega eins og englar, þó ég segi sjálfur frá, og gæti þess iðulega að keyra ekki of hratt enda er ég ósköp sjaldan á hraðferð, þannig séð, og liggur afskaplega lítið á.

Bakþankar

Í gettóinu

Þegar ég var þrettán upphófst hryðjuverkafaraldur í skólanum mínum, flugeldar voru sprengdir í klósettum og ruslafötum. Skólastjórinn gekk í bekki með sundurtætta ruslatunnu undir hendinni og einkennisklæddan lögregluþjón undir hinni, sem sagði að allir yrðu að ,,æxla ábyrgð á eigin gjörðum“.

Bakþankar

Frjálshyggju ég

Nei, nú nenni ég ekki þessari endalausu neikvæðni lengur, að vera eitthvað fúll þótt frábært fólk sé orðið svo ógeðslega ríkt að svokölluðu venjulegu fólki hreinlega blöskri. Ég nenni heldur ekki heimsendaspánum, að allt sé að fara til fjandans út af mengun.

Bakþankar

Konurnar sex

Í þessari viku þegar komandi verslunarmannahelgi bindur endahnútinn á sumarið, er útsvarið sígilt umræðuefni í fjölmiðlum. Annars vegar hversu mikið ríkustu menn hafa greitt eða ekki greitt í skatta og hins vegar hversu illa Samband ungra sjálfstæðismanna kann við að opinber gjöld séu opinber.

Bakþankar