Innlent

Eymdin alelda

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Slökkvilið frá Hveragerði og Þorlákshöfn var sent á Stokkseyri nú undir kvöld þar sem eldur kom upp í einbýlishúsi. Húsið stóð við Eyrarbraut 21 og gegndi áður hlutverki veiðarfærageymslu sem alla jafn gekk undir nafninu Eymdin.

Að sögn Péturs Péturssonar hjá Brunavörnum Árnessýslu var húsið alelda þegar fyrstu slökkviðliðsmenn komu á vettvang.

Enn er unnið að slökkvistarfi þegar þetta er skrifað en búið er að slá verulega á eldinn eins og Pétur orðaði það.

Þó ekki sé hægt að fullyrða á þessari stundu með slys á fólki þá telja slökkviliðsmenn að húsið hafi verið mannlaust enda hafði það staðið autt um langa hríð.

Alex Máni Guðríðarson
Alex Máni Guðríðarson
Vísir
Vísir
Vísir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×