Fótbolti

Evrópudeildin skemmir fyrir Man. Utd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jose Mourinho.
Jose Mourinho. vísir/getty
Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, segir að þátttaka liðsins í Evrópudeildinni muni hafa áhrif á möguleika United að vinna enska meistaratitilinn.

Mourinho er ósáttur við hvað hans lið fær enga mánudagsleiki miðað við að Evrópudeildin sé spiluð á fimmtudögum.

„Það hefði hjálpað til að spila á mánudögum en við njótum ekki slíkra forréttinda. Er við spilum á fimmtudögum þá fáum við aldrei leik næsta mánudag,“ sagði Mourinho ósáttur.

„Er við spilum við Liverpool, Fenerbahce og Chelsea í sömu vikunni í næsta mánuði þá var gjöfin til okkar sú að fá að spila á mánudegi fyrir leik okkar í Evrópudeildinni. Við spilum sem sagt við Liverpool á mánudegi, Fenerbahce á fimmtudegi og svo Chelsea á sunnudegi.“

Þó svo Portúgalinn sé ósáttur þá ætlar hann að taka Evrópudeildina alvarlega.

„Þetta er keppnin sem Man. Utd eða leikmenn félagsins vilja vera í. En þetta er raunveruleikinn í dag og við þurfum að bera virðingu fyrir keppninni. Við viljum vinna Evrópudeildina,“ sagði Mourinho.

Man. Utd hefur leik í Evrópudeildinni í kvöld er liðið spilar við Feyenoord.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×