Lífið

Eurovision: Sigríður Halldórsdóttir mun lesa stigin frá Íslandi

Atli Ísleifsson skrifar
Conchita Wurst sigraði keppnina á síðasta ári.
Conchita Wurst sigraði keppnina á síðasta ári. Vísir/AFP
Sigríður Halldórsdóttir, ein umsjónarmanna Landans á RÚV, mun lesa stigin frá Íslandi á úrslitakvöldi Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fer í Vínarborg þann 23. maí næstkomandi.

Þetta kom fram í Hraðfréttum á RÚV fyrr í kvöld.

María Ólafs mun syngja framlag Íslands á seinna undanúrslitakvöldinu fimmtudaginn 21. maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×