Lífið

Erlendar stórstjörnur mættar til Íslands

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Wachowski-systkinin, Naveen Andrews og Daryl Hannah.
Wachowski-systkinin, Naveen Andrews og Daryl Hannah. Vísir/Getty
Daryl Hannah, Naveen Andrews og systkinin Andy og Lana Wachowski eru mætt til landsins. Fjórmenningarnar hafa sést spóka sig í miðbæ Reykjavíkur.

Tilefni komu þeirra eru tökur á nýrri sjónvarpsseríu, Sense8, sem fara meðal annars fram hér á landi. Tökur hefjast á þriðjudaginn og munu standa til 6. september.

Wachowski-systkinin eru vel þekkt í Hollywood þar sem þau leikstýrðu og skrifuðu meðal annars Matrix-þríleikinn og Cloud Atlas og skrifuðu V for Vendetta.

Serían Sense8 er framleidd fyrir Netflix og áætlað er að hún komi út árið 2015. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er það framleiðslufyrirtækið True North sem aðstoðar tökuliðið hér á landi og er um viðamikla framleiðslu að ræða.

Daryl Hannah hefur leikið í fjölmörgum þekktum myndum á ferli sínum. Má þar nefna Blade Runner, Splash, Wall Street, Steel Magnolias og Kill Bill. Naveen Andrews er þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðinni Lost.


Tengdar fréttir

Lítið um stórar Hollywood-sprengjur

Verkefnum í tengslum við tökur erlendra kvikmyndavera hér á landi hefur fækkað þegar miðað er við árin 2012 og 2013. Pegasus, TrueNorth og Sagafilm hafa aðallega komið að gerð erlendra sjónvarpsþátta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×