Lífið

Erfitt að búa á Íslandi

Baldvin Þormóðsson skrifar
Persónulegt Listakonan kemur ein fram í myndbandinu.
Persónulegt Listakonan kemur ein fram í myndbandinu. mynd/Jeaneen Lund
„Þetta er alveg virkilega persónulegt myndband,“ segir listakonan Kitty Von-Sometime en hún frumsýnir nýjasta verk sitt OPUS/YOU AGAIN á KEXI Hosteli í kvöld.

„Þetta er samstarfsverkefni mitt og hljómsveitarinnar Árstíða,“ segir Kitty. „Sveitarmenn sömdu lagstúf og sendu mér og þá fór ég að vinna í verkinu, síðan hittumst við og ræddum hvert ég vildi fara með þetta og þá samdi sveitin í kringum það, þetta var mikið fram og til baka sem var gott.“

Kitty segir þetta ekki vera týpískt tónlistarmyndband á þann hátt að verkið tengist henni á mjög náinn hátt. „Ég er að lýsa því ástandi sem ég er í núna,“ segir listakonan en þar á hún við ástalíf sitt og lifnaðarhætti.

„Bara það að búa á Íslandi, ég hef búið hérna lengur en ég hef búið í Englandi þannig að Ísland er heimilið mitt, en það er erfitt að búa hérna,“ segir hún og á þá við einangrunina sem fylgir landinu.

Listakonan kemur ein fram í myndbandinu og hvert einasta smáatriði er vísbending og tilvitnun í líf hennar.

„Ég er í raun mjög stressuð að sýna þetta, ég hef ekki sent frá mér neitt svona persónulegt og mjög langan tíma.“

Myndbandið verður sýnt í hliðarsal KEX Hostels í kvöld klukkan 20.00 og verður það í eina skiptið sem myndbandið verður sýnt opinberlega og er frítt inn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×