Lífið

Er von á áttundu Harry Potter bókinni?

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Vísir/Getty
Hörðustu aðdáendur galdrastráksins Harry Potter halda því nú fram að höfundur bókanna, J.K. Rowling, sé mögulega með áttundu bókina í farvatninu.

Fyrr í mánuðinum gaf Rowling út glænýja smásögu sem var frásögn fréttasnápsins Ritu Skeeter en smásagan, sem líktist fréttagrein úr The Daily Prophet, bar titilinn „Her Dumbledore‘s sameinast í Quidditch-úrslitaleik“.

Aðdáendur bókanna tóku andköf og velta því nú fyrir sér hvort Rowling ætli sér að skrifa enn fleiri sögur af galdrastráknum. Þeir allra hörðustu bíða spenntir eftir 31. júlí en það er sjálfur afmælisdagur Potters og LeakyCon ráðstefnan, sem alfarið er tileinkuð Harry Potter, hefst einnig á afmælisdaginn.

Potter-aðdáendur trúa heldur betur ekki á tilviljanir og bíða spenntir eftir afmælisdeginum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×