Innlent

Enn þarf að sjóða allt neysluvatn

Bjarki Ármannsson skrifar
Mengun í vatnsveitu Svalbarðsstrandarhrepps hefur verið staðfest.
Mengun í vatnsveitu Svalbarðsstrandarhrepps hefur verið staðfest. Vísir/Getty
Norðurorka ítrekar að enn er nauðsynlegt að sjóða allt neysluvatn í Svalbarðsstrandarhreppi. Grunur um mengun í vatnsveitu hreppsins , sem greint var frá fyrir helgi, hefur nú verið staðfestur útfrá sýnum sem tekin voru úr dreifikerfinu.

Í tilkynningu frá Norðurorku segir að vatnið sem fari inn á dreifikerfið í dag sé ómengað en ekki hefur enn fengist staðfest að mengað vatn hafi skilað sér úr kerfinu. Þess vegna er sagt nauðsynlegt að sjóða áfram allt neysluvatn þar til annað er tilkynnt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×