Fótbolti

Enn hækkar Ísland á styrkleikalista FIFA

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari.
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari. vísir/getty
Næsti styrkleikalisti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, verður sögulegur fyrir íslenska liðið ef marka má Twitter-síðu tölfræðingsins Alexis Martín.

Sá hefur gert það að vana að reikna út stöðu efstu liða á styrkleikalistanum áður en hann er formlega gefinn út af FIFA.

Sjá einnig: Strákarnir okkar aldrei verið ofar á heimslistanum

Samkvæmt útreikningnum verður Ísland í 20. sæti á næsta lista og en liðið hefur aldrei verið ofar. Strákarnir okkar hafa verið í 21. sætinu síðan í október.

Ísland vann Kína, 2-0, í síðasta mánuði og tapaði svo fyrir Síle, 1-0, í Kínabikarnum í janúarmánuði.

Sem fyrr er Ísland efst Norðurlandaþjóðanna en okkar menn mæta næst Mexíkó í vináttuleik ytra aðfaranótt fimmtudags.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×