Fótbolti

Engin áður skorað tvö mörk á þremur mínútum í undanúrslitunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi fagnar hér í kvöld.
Lionel Messi fagnar hér í kvöld. Vísir/Getty
Lionel Messi afgreiddi Þýskalandsmeistara Bayern München í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld, fyrst með því að skora tvö mörk á þriggja mínútna kafla og svo með því að leggja upp þriðja markið í uppbótartíma.

Messi setti líka nýtt með með því að skora á 77. og 80. mínútu en enginn hafði áður náð því að skora tvö mörk með þriggja mínútna millibili í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Gamla metið átti þeir Sergio Ramos hjá Real Madrid (2014) og Anderson hjá  Manchester United (2011) sem skoruðu tvö mörk með fjögurra mínútna millibili.

Lionel Messi hefur alls skoraði 10 mörk í 11 leikjum í Meistaradeildinni á þessu tímabili og er þetta í þriðja sinn sem hann skorar meira en tíu mörk á Meistaradeildartímabili.



Tvö mörk á stystum tíma í undanúrslitum Meistaradeildarinnar:

3 mínútur

Lionel Messi, Barcelona á móti Bayern München 2015 (77. og 80. mínúta)

4 mínútur

Sergio Ramos, Real Madrid á móti Bayern München 2014 (16. og 20. mínúta)

Anderson, Manchester United á móti Schalke 04 2011 (72. og 76. mínúta)

5 mínútur

Robert Lewandowski, Dortmund á móti Real Madrid 2013 (50. og 55. mínúta)

Filippo Inzaghi, Juventus á móti Manchester United 1999 (6. og 11. mínúta)


Tengdar fréttir

Enginn fótbolti á Spáni eftir 16. maí

Spænska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að flauta tímabilið af 16. maí næstkomandi en sambandið er mjög ósátt við að þeirra mati yfirgang spænskra stjórnvalda.

Markatalan er 23-0 í síðustu sex leikjum Börsunga

Barcelona-liðið hefur verið óstöðvandi í síðustu leikjum sínum og í kvöld vann liðið 3-0 sigur á Bayern München í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×