Íslenski boltinn

Emil Atlason samdi við Þrótt

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Emil Atlason í leik með Þrótt á síðustu leiktíð.
Emil Atlason í leik með Þrótt á síðustu leiktíð. vísir/anton brink
Nýliðar Þróttar í Pepsi-deild karla í fótbolta fengu fínan liðsstyrk í dag þegar Emil Atlason gekk frá samningi við félagið. Hann var kynntur til leiks á blaðamannafundi félagsins í Laugardalnum í hádegi.

Emil kemur til Þróttar frá KR, en hann var á láni hjá Val á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði tvö mörk í átta leikjum.

Þessi kraftmikli framherji sló í gegn sumarið 2012 þegar hann skoraði fimm mörk í sex leikjum í Pepsi-deildinni 19 ára gamall, en hann var svo lykilmaður í KR-liðinu sem varð Íslandsmeistari 2013.

Emil fór út í atvinnumennsku og spilaði í neðri deildum Þýskalands áður en hann kom heim í fyrra og gerði lánssamning við Valsmenn.

Emil er fyrsti leikmaðurinn sem nýliðar Þróttar fá til sín eftir að það tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni.

Þróttur hafnaði í öðru sæti 1. deildar á síðustu leiktíð og spilar á meðal þeirra bestu í fyrsta sinn í sex ár næsta sumar.

Emil á að baki tólf leiki fyrir U21 árs landslið Íslands en hann skoraði í þeim átta mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×