Lífið

Elton John spilaði á píanó á lestarstöð sem hann endaði með að gefa

Birgir Olgeirsson skrifar
Það hefðu eflaust margir viljað vera þarna.
Það hefðu eflaust margir viljað vera þarna. Vísir/Twitter
Það er ekki á hverjum degi sem fólk getur séð breska tónlistarmanninn Elton John að röltinum um lestarstöð í borginni London.  Það gerðist hins vegar í dag á St Pancras-lestarstöðinni þar sem Elton færði stöðinni Yamaha-píanó að gjöf.

Áður en hann lét sig hverf þá lék hann nokkur lög á hljóðfærið við mikinn fögnuð viðstaddra. Hann áritaði svo píanóið og lýsti yfir að það væri gjöf hans til þeirra sem eiga leið um lestarstöðina og er öllum frjálst að leika á það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×