Lífið

Ellefu vandræðalegir dansar leiðtoga heimsins

Atli Ísleifsson skrifar
Eftirminnilegasti dans nokkurs stjórnmálamanns hlýtur að vera dans Bóris Jeltsíns, fyrrum Rússlandsforseta, á sviði árið 1996.
Eftirminnilegasti dans nokkurs stjórnmálamanns hlýtur að vera dans Bóris Jeltsíns, fyrrum Rússlandsforseta, á sviði árið 1996.
Fyrr í vikunni birtust myndir af Cristina Fernández de Kirchner, forseta Argentínu, þar sem hún dansaði á kosningafundi í Buenos Aires.

Netverjar gerðu margir grín að danshreyfingum Kirchner sem voru öllu kraftmeiri en hreyfingar annarra sem voru með henni á sviðinu.

Washington Post hefur tekið saman nokkur sambærileg atvik þar sem leiðtogar ríkja heimsins hafa reimað á sig dansskóna – með misjöfnum árangri.

Shinzo Abe Forsætisráðherra Japans, hristi sig í takt við reggítónlist í heimsókn sinni til Jamaíku í síðustu viku. Barack Obama Barack Obama Bandaríkjaforseta hefur skiljanlega margoft flaggað danshæfileikum sínum. Hann vakti þó sérstaka athygli í sumar þegar hann dansaði svokallaðan Lipala-dans með Uhuru Kenyatta, forseta Kenía, og poppsveitinni Sauti Sol.
Zuma dansar með eiginkonu Mugabe Í apríl síðastliðinn sást til Jacob Zuma, forseta Suður-Afríku, dansa með Grace Mugabe, eiginkonu Robert Mugabe, forseta Simbabve, í boði í suður-afrísku höfuðborginni Pretoríu. Chavez spilar á loftgítar Hugo Chavez heitinn, fyrrverandi forseti Venesúela, spilaði á loftgítar í kosningabaráttunni á fundi í höfuðborginni Caracas árið 2012. Hann vann öruggan sigur í kosningunum en lést ári síðar. Cameron dansar við tóna Spice Girls David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, dansaði við tóna Spice Girls á lokahátíð Ólympíuleikanna í Lundúnum árið 2012. Boris Johnson, borgarstjóri Lundúna, tók einnig fullan þátt í dansinum. Abbott lætur dóttur sína fara hjá sér Tony Abbott vakti talsverða athygli fyrir dans sinn, um ári áður en hann tók við embætti forsætisráðherra Ástralíu. Abbott var þá staddur í bænum Tamsworth þar sem hann dansaði og lét dóttur sína fara hjá sér í leiðinni. Medvedev dasar við American Boy Árið 2011 náðust myndir af Dmitri Medvedev, þáverandi Rússlandsforseta, þar sem hann dansaði við lagið American Boy í veislu. Karl Bretaprins flaggar danshreyfingum sínum Karl Bretaprins dansaði eftirminnilega þegar hann sótti Holi-hátíð hindúa árið 2011. Aðspurður um hvar hann hafi lært þessar hreyfingar sagði hann þær arfgengar. Harper dansar í indversku raunveruleikasjónvarpi Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, mætti í myndver indverska raunveruleikaþáttarins Dance Premier League árið 2009. Var hann dreginn upp á svið og látinn taka nokkur spor. Bush spilar á trommur George W. Bush, þáverandi Bandaríkjaforseti, spilaði eftirminnilega á trommur á fundi í Hvíta húsinu þar sem verið var að vekja athygli áúrbreiðslu malaríu. Bush spilaði þar á trommur sveitarinnar KanKouran West African Dance Company. Jeltsín stígur dans Eftirminnilegasti dans nokkurs stjórnmálamanns hlýtur að vera dans Bóris Jeltsíns, fyrrum Rússlandsforseta, á tónleikum árið 1996. Sjón er sögu ríkari.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×