Íslenski boltinn

Elías Már til Vålerenga

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Elías Már Ómarsson fagnar marki með Keflavík síðasta sumar.
Elías Már Ómarsson fagnar marki með Keflavík síðasta sumar. vísir/valli
Elías Már Ómarsson, leikmaður Keflavíkur í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, er á leið til norska úrvalsdeildarliðsins Vålerenga.

Þetta kemur fram á fótbolti.net, en Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Elíasar, segir að hann muni gangast undir læknisskoðun á miðvikudaginn í næstu viku.

Elías Már verður tvítugur í ár, en hann skoraði sex mörk fyrir Keflavík í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð og var eftir hana kjörinn efnilegasti leikmaður Íslandsmótsins.

Hann spilaði sína fyrstu landsleiki fyrir A-landslið Íslands þegar það mætti Kanada í tveimur vináttulandsleikjum á dögunum.

Vålerenga seldi Viðar Örn Kjartansson til Kína í síðustu viku en fær nú til liðsins annan ungan Íslendinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×