Innlent

Eldur logaði í lager á Vopnafirði

Gissur Sigurðsson skrifar
Slökkviliðsmenn brugðust skjótt við, annars hefði getað farið illa.
Slökkviliðsmenn brugðust skjótt við, annars hefði getað farið illa. vísir/pjetur
Eldur kviknaði í versluninni Kauptúni á Vopnafirði undir morgun, en skynjarar frá Securitas gáfu strax til kynna að þar gæti logað eldur. Það varð til þess að slökkvililð var komið á vettvang eftir nokkrar mínútur og logaði þá eldur á lager verslunarinnar.

Eldurinn var þá enn afmarkaður en hefði geta breiðst hratt út með ófyrirsjáanlegum afleilðingum, ef eldsins hefði ekki orðið vart í tæka tíð, að sögn Sölva Kristins Jónssonar varðstjóra. Slökkvistarf gekk vel, en húsið fylltist af reyk og sót fór um allt. Ljóst er að töluvert tjón hefur orðið af þeim sökum og ekki liggur fyrir hvenær verslunin, sem er eina matvöruverslun á staðnum, verður opnuð í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×