Innlent

Eldur í Bústólpa á Akureyri

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Greiðlega gekk að slökkva eldinn.
Greiðlega gekk að slökkva eldinn. vísir/anton
Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út um klukkan hálf tíu í kvöld eftir að tilkynning barst um eld í fóðurverksmiðju Bústólpa á Oddeyrartanga.

Mikinn reyk lagði frá húsinu og var töluverður viðbúnaður vegna eldsins enda mikill eldsmatur í verksmiðjunni.

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á Akureyri var um töluverðan eld að ræða á tímabili en um 45 mínútur tók að slökkva eldinn.

Brunakerfi fór í gang og gerði viðvart um eldinn en enginn var staddur í húsinu þegar eldurinn kom upp.

Reiknað er með að tjón sé töluvert en að sögn varðstjóra mun það koma betur í ljós á morgun. Nú sé unnið að því að ganga frá svæðinu og tryggja að engar glæður lifi eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×