Innlent

Eldri borgarar hafa það ágætt

Snærós Sindradóttir skrifar
Gamalt fólk á Íslandi í dag er duglegt að hitta vini sína og fjölskyldu og á almennt áhyggjulaust ævikvöld.
Gamalt fólk á Íslandi í dag er duglegt að hitta vini sína og fjölskyldu og á almennt áhyggjulaust ævikvöld. NordicPhotos/Getty
Hátt í sjötíu prósent eldri borgara hafa sjaldan eða aldrei fjárhagslegar áhyggjur. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun gerði en hún sýnir að íslenskir eldri borgarar eru almennt jákvæðir og líður vel.

Meirihluti eldri borgara, eða 76 prósent, stundar líkamsrækt á hverjum degi og 76 prósent telja að heilsufar sitt sé frekar gott eða jafnvel mjög gott miðað við aldur.

Þá vekur athygli að langstærstur hluti eldri borgara, hátt í 90 prósent, þarf enga aðstoð við daglegt líf svo sem innkaup, matreiðslu og þvotta. Þá segjast 92 prósent eldri borgara ekki vilja neina frekari aðstoð frá fjölskyldumeðlimum eða öðrum nákomnum. Í könnuninni voru þó nokkrir sem svöruðu því til að ástæða þess að þeir vilja ekki frekari aðstoð frá fjölskyldumeðlimum sé sú að allir séu uppteknir. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×