Innlent

Ekki jafngildar leiðir

Ingvar Haraldsson skrifar
Á blaðamannafundur vegna afnáms gjaldeyrishafta var stöðugleikaskattur sagður skila ríkissjóði allt að 850 milljörðum króna, yrði hann lagður á.
Á blaðamannafundur vegna afnáms gjaldeyrishafta var stöðugleikaskattur sagður skila ríkissjóði allt að 850 milljörðum króna, yrði hann lagður á. vísir/gva
InDefence-hópurinn vill að sýnt verði fram á að greiðsla 334 milljarða stöðugleikaframlags sem slita­stjórnir föllnu bankanna hafa lagt til sé jafn hagstætt fyrir íslenskt þjóðarbú og greiðsla stöðugleikaskatts sem skila átti 690 til 850 milljörðum króna samkvæmt kynningu stjórnvalda síðasta sumar.

Í bréfi sem InDefence hefur sent efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis er bent á að samkvæmt stöðugleikaskilyrðum fái kröfuhafar að taka a.m.k. 500 milljarða króna úr landi á næstu árum en ekki sé kveðið á um slíkt samhliða greiðslu stöðugleikaskatts. „Það er því rangt að fullyrða að stöðugleikaskatturinn og stöðugleikaframlagið séu jafngildar leiðir út frá hagsmunum heimila,“ segir í bréfinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×