Innlent

Ekki áhugi á heimsókn til Kína

Benedikt Bóas Hinriksson skrifar
Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, vildi ekki fara til Kína.
Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, vildi ekki fara til Kína. vísir/pjetur
Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, þiggur ekki boð um heimsókn til kínversku borgarinnar Ganzhou. Honum barst boð þann 13. desember með tölvupósti frá utanríkisnefnd Ganzhou þar sem honum er boðið til borgarinnar til að halda áfram viðræðum um að gerast vinaborg Ganzhou. Borgaryfirvöld þar lýstu í boðinu hvað Hafnfirðingar hefðu verið gestrisnir og hlýir þegar sendinefnd kom hingað til lands í október og lýstu yfir vilja til að ræða um áframhaldandi samstarf.

Í tölvupósti sem Haraldur sendi Sigríði Kristinsdóttur bæjarlögmanni segir að leggja þurfi erindið fyrir bæjarráð en það skuli ekki gert fyrr en eftir áramót. „Geri ráð fyrir að það sé ekki mikill áhugi fyrir þessu,“ endar Haraldur tölvupóstinn.

Á bæjarráðsfundi í síðustu viku var erindið borið upp og ákveðið að þiggja ekki boðið.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×