Innlent

Ekkert samkomulag um sjávarútvegsmál

Höskuldur Kári Schram skrifar
Formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar segja enn óljóst hvort fundir þeirra með formanni Sjálfstæðisflokks um myndun nýrrar ríkisstjórnar muni skila árangri. Ekkert samkomulag liggur fyrir um sjávarútvegsmál.

Forystumenn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar funduðu óformlega nú um helgina til að ræða mögulega stjórnarmyndun. Flokkarnir fóru í formlegar viðræður fyrr í þessum mánuði þegar Bjarni Benediktsson formaður Sjáflstæðisflokks var með stjórnarmyndunarumboðið en þær viðræður runnu út í sandinn meðal annars vegna ágreinings um sjávarútvegsmál.

Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir óljóst hvort boðað verði til formlegrar viðræðna á næstu dögum.

„Við erum ekki komin í formlegar viðræður. Við höfum verið að tala saman óformlega um helgina. Skoða málin út frá stöðunni eins og hún var þegar viðræðum var slitið síðast. En það er ekki lengra komið,“ segir Óttarr.

Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar segir að ekkert samkomulag liggi fyrir um sjávarútvegsmál.

„Það er nú því miður ekki. Ég myndi gjarnan vilja segja já en það var ekki þess eðlis þetta spjall okkar í gær,“ segir Benedikt




Fleiri fréttir

Sjá meira


×