Innlent

Ekkert nýtt tilboð frá stjórnvöldum í deilum lækna

Hjörtur Hjartarson skrifar
Ekkert virðist geta komið í veg fyrir að verkfall lækna hefjist á mánudaginn eftir að samningafundur deiluaðila hjá ríkissáttasemjara rann út í sandinn í dag. Formaður samninganefndar lækna segir tilboð stjórnvalda óbreytt og enn beri því mikið í milli.

Næsti boðaði fundur deiluaðila er á mánudaginn, en á miðnætti sama dag hefjast fyrstu verkfallsaðgerðir lækna. Hver vinnustöðvun mun standa yfir í tvo sólarhringa í senn á sjö vikna tímabili. Þá leggja ekki allir læknar niður störf á sama tíma enda verður boðið upp á lágmarksþjónustu. Engu að síður er viðbúið að starfsemi Landspítalans, til að mynda muni fara verulega úr skorðum.

Samninganefndir lækna og stjórnvalda hafa fundað reglulega síðan fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir voru boðaðar í byrjun mánaðarins, síðast í dag.

Enn einum fundinum var að ljúka, hvað kom út úr honum?“



„Það var nú enginn árangur af þessum fundi,“ segir Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar lækna. 



Ekki frekar en öllum þeim sem verið hafa eftir að þið boðuðuð verkfall?“



„Það má segja það.“

Heilbrigðisráðherra sagði á dögunum að launakröfur lækna væru réttmætar en það hefur þó ekki skilað sér í því að gengið sé að þeim kröfum.





Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra hefur sagt að kröfur lækna séu réttmætar.
Sigurveig segir að mikið beri í milli og ekki virðist breyting í vændum í þeim efnum. Stjórnvöld hafi ekki lagt fram nýtt tilboð síðan verkfallsaðgerðirnar voru boðaðar  og að þau standi áfram föst á sínu.

Sigurveig segir bæði lækna og sjúklinga hafa áhyggjur af ástandinu. Hún þorir ekki að spá fyrir um hvort verkfallið standi allar sjö boðaðar vikurnar.

„Sérðu fram á að þið þurfið að klára þetta verkfall til að eitthvað gerist?“



„Ég vona svo sannarlega að við þurfum ekki að klára þetta verkfall. Það vill enginn læknir vera í verkfalli. En þetta lítur ekkert bjart út núna, því miður,“ segir Sigurveig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×