Innlent

Ekkert lát á skjálftavirkni - sá stærsti tæp fjögur stig

Vísir/Ómar Ragnarsson.
Ekkert lát er á skjálftavirkni í norðanverðum Vatnajökli, þar sem á þriðja hundrað skjálfta mældust í nótt, þar af tveir upp á þrjú stig eða meira.

Click here for an english version of this story

Sá fyrri reið yfir klukkan hálf tólf í gærkvöldi og mældist hann 3,8 stig. Sá síðari kom klukkan kortér yfir tvö og mældist 3,0 stig. Álíka stór skjálfti varð þar síðdegis í gær. Enn sjást þó engar vísbendingar um að kvikan sé að leita upp á yfirborðið en hún leitar áfram lárétt eftir berggöngum til norðausturs.

Viðbúnaður almannavarna miðar enn að því að búa landsmenn undir eldgos og jökulhlaup í Jökulsá á Fjöllum. Verði eldgos á svæðinu búast jarðvísindamenn við því að askan úr því verði mun grófari en úr Eyjafjallajökli og muni því falla fyrr til jarðar og þar með ekki ná eins mikilli dreyfingu.

Margir ferðamenn hafa þurft að breyta ferðatilhögun sinni vegna lokana á hálendinu norður af Vatnajökli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×