Lífið

Einstaklega einföld förðun

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Nóvemberlína Make Up Store heitir Brave en í hverjum mánuði kemur ný litalína í verslunina. Brave sækir innblástur í sterkar konur í gegnum aldirnar að sögn Margrétar R. Jónasar, eiganda Make Up Store.

„Línan inniheldur fallega liti fyrir veturinn eins og bleika og brúna tóna sem eru að koma sterkir inn eins og sást á tískusýningarpöllunum fyrir veturinn 2014 til 15. Í línunni bera litirnir heiti eins og Hero, Strong, Glitter Courageous og Eyelash Lioness,“ segir Margrét. Í tilefni af komu Brave gerði Margrét förðunarmyndband til að sýna litina, en myndbandið fylgir fréttinni.

„Þetta er einstaklega einföld förðun. Engin skygging, ekkert mál, bara einn litur yfir allt augnlokið og undir augað á milli augnháranna til að ramma inn augað. Í myndbandinu byrjaði ég á að bera bleikan lit yfir augnlokið og upp á augnbein og síðan brúnan yfir. Til að útfæra förðunina yfir í kvöldförðun getur verið skemmtilegt að bera nýja brúna glimmerið yfir allt augnlokið, setja augnhárin á eða bera setja sterkari lit á varirnar eins og rauðan eða vínrauðan,“ segir Margrét og bætir við að hún kjósi einfaldleika í förðun.

„Sjálfri finnst mér einfaldleikinn miklu smartari núna, að nota eingöngu einn til tvo augnskugga yfir augnlokið í stað þess að vera blanda mörgum og vera með afgerandi skyggingu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×