Innlent

Eini atvinnumaður Íslands í hjólreiðum lenti í alvarlegu umferðarslysi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ingvar hefur stundað hjólreiðar af kappi frá árinu 2011.
Ingvar hefur stundað hjólreiðar af kappi frá árinu 2011. Vísir/Valli

Ingvar Ómarsson, einn fremsti hjólreiðakappi Íslands og fyrsti atvinnumaður okkar á því sviði, lenti í alvarlegu umferðarslysi í Hollandi, fyrir rúmri viku. Ingvar, sem er 26 ára gamall og búsettur í Hollandi, gekkst undir uppskurð á höfði af þeim sökum.

Ingvar, sem hefur orðið Íslandsmeistari í götuhjólreiðum undanfarin þrjú ár og keppir fyrir Kría Cycles, lenti í hörðum árekstri við mótorhjól á reiðhjóli sínu úti í Hollandi.

Í opinni færslu á Facebook greinir hann vinum sínum og aðdáendum frá því upplifunin hafi verið það hörð að hann muni ekki eftir fyrstu tveimur sólarhringunum eftir slysið. Hann hafi brotið tvö bein á vinstri handlegg, skrámur séu út um allan líkama og hann sé aumur á ótal stöðum.

Bræðurnir Ingvar og Ómar Ómarssynir.Mynd/David Robertson

Blæddi úr stærra og minna heilahveli

Stóra málið er hinsvegar brákun á höfuðkúpu, mér blæddi úr stærra og minna heilahveli sem er víst óalgengt. Það þurfti að skera upp höfuðið á mér og stöðva blæðinguna. Hefði ég verið hjálmlaus er auðvelt að hugsa sér hvað hefði getað gerst.“

Að sögn Ingvars hefur endurhæfingin verið erfið og sársaukafull en hann segir þetta allt að koma.

„Þeir sem þekkja mig vita að áfallið er stærra andlega heldur en líkamlega. Fyrsta sem ég spurði var hvað er langt í að ég geti byrjað að æfa aftur og hvernig líður hjólinu. En þetta kemur allt saman.“

Ingvar segir að stuðningur vina og ættingja hafi gert allt auðveldara og um ómetanlega hjálp sé að ræða.

Ingvar segir að sérhver dagur sé örlítið skárri en sá næsti á undan.

Hver dagur örlítið betri en sá fyrri

„Ég get ekki þakkað nógu mikið fyrir mig, öllum sem höfðu samband við mig og óskuðu mér góðs bata. Án ykkar væri lífið ótrúlega erfitt,“ sagði Ingvar í færslu á fimmtudaginn.

Heillaóskum hefur rignt yfir hjólreiðakappann í kjölfarið og upplýsti Ingvar um helgina að hver dagur væri örlítið betri en sá fyrri. 

„Árangurinn er allur að koma hægt og rólega enda engin plön um það að eyða of miklum tíma í þetta!“

Kæru vinirÉg lenti í hörðum árekstri við mótórhjól þegar ég var úti að hjóla hérna í Hollandi fyrir viku síðan og hef...

Posted by Ingvar Ómarsson on Thursday, November 19, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×