Lífið

Eggert klæðir breska sjéntilmenn í feldi

Eggert feldskeri og Jeremy Clarkson kynntust á Íslandi fyrir nokkrum árum og hafa æ síðan haldið vinskap.
Eggert feldskeri og Jeremy Clarkson kynntust á Íslandi fyrir nokkrum árum og hafa æ síðan haldið vinskap.
„Anderson og Sheppard eru taldir með vönduðustu herraklæðskerum í Bretlandi. Þeir sérhæfa sig í afar vönduðum fatnaði og síðastliðin þrjú ár höfum við verið að gera fyrir þá smáhluti,“ segir Eggert Jóhannsson, betur þekktur sem Eggert feldskeri, og á við fylgihluti á borð við húfur.

Eggert hélt móttöku í London í vikunni þar sem feldskerinn Eggert og vörur hans voru kynntar fyrir viðskiptavinum Anderson & Sheppard í nýrri verslun þeirra í London.

„Nú tókum við skref fram á við með því að kynna mig og mínar vörur fyrir þeirra viðskiptavinum í nýju versluninni,“ segir Eggert jafnframt, en merkið Anderson og Sheppard var stofnað árið 1906 og því með yfir hundrað ára reynslu í klæðskerageiranum.

„Ég tek allt í litlum skrefum. Það besta sem gæti komið út úr þessu er það að þetta yrði skref fram á við. Þarna fæ ég að vinna við hlið fólks sem er þekkt fyrir vandaða vöru – með bestu fagmönnum í Bretlandi og það er gríðarlegur heiður fyrir mig,“ segir Eggert léttur í bragði.

Hópur af fyrirsætum klæddust fötum frá Eggerti og vöktu mikla lukku.
Eins og sjá má á myndum sem fylgja voru margir mættir til að berja flíkur Eggerts augum í versluninni á Clifford Street.

„Ég var svo lánsamur að kynnast mörgum úr bransanum hér í Bretlandi í gegnum Adrian Gill, en Jeremy Clarkson þáttastjórnandi Top Gear, kynnti okkur Adrian,“ segir Eggert. Jeremy Clarkson lét sig ekki vanta í gleðskapinn eins og sjá má á myndunum.

Adrian Gill sá um að bjóða í teitið, en hann er einn þekktasti og umdeildasti blaðamaður Bretlands og skrifar fyrir blöð á borð við Sunday Times og Esquire.

Blaðamaðurinn A.A. Gill og þáttastjórnandinn Jeremy Clarkson eru vinir Eggerts, en þeir sáu um að bjóða gestum til veislunnar.
Þessi klæddi sig í flíkur Eggerts frá toppi til táar
Það var margt um manninn og margir sem lögðu leið sína á Clifford Street til að berja flíkur Eggerts augum





Fleiri fréttir

Sjá meira


×