Fótbolti

Ég er ekki búinn að vera svo lélegur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Müller í leik á EM.
Müller í leik á EM. vísir/getty
Þýski framherjinn Thomas Müller hefur fengið sinn skerf af gagnrýni á EM í Frakklandi þar sem hann er ekki enn búinn að skora á mótinu.

Müller segir að gagnrýnin sé frekar óvægin og biður blaðamenn um að slaka aðeins á.

Müller hefur skorað 10 mörk á tveimur HM en skoraði ekki á síðast EM og er enn bíða núna. Hann átti flott tímabil með Bayern þar sem hann skoraði 32 mörk.

„Auðvitað er ég ekki fyllilega ánægður með minn leik en ég hef samt ekki verið eins lélegur og sumir eru að segja,“ sagði Müller.

„Vonandi get ég skorað en eins og ég hef sagt áður skiptir það ekki öllu máli. Stundum spila ég vel og fæ gagnrýni. Stundum spila ég illa en skora og þá segja allir að ég hafi verið hetjan. Þá skil ég ekki neitt í neinu.

„Ég verð að taka gagnrýni eins og aðrir en það hefur ekki allt verið vont á þessu móti. Ég er enn hungraður og ætla mér stóra hluti.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×