Lífið

Eftirminnilegt hvað sniglar voru vondir

Benedikt Bóas Hinriksson skrifar
Emblu Ósk Magnúsdóttur finnst skemmtilegast að dansa.
Emblu Ósk Magnúsdóttur finnst skemmtilegast að dansa. Visir/Eyþór
Embla Ósk Magnúsdóttir, er 11 ára nemandi í Norðlingaskóla. Hún á eina systur og var á Akureyri í vetrarfríinu með fjölskyldunni sinni og vinum þar sem hún skíðaði niður hverja brekku.

Hvað horfir þú helst á í sjónvarpinu?

Yfirleitt bara eitthvert barnaefni. En ég horfi lítið á sjónvarpið heima, ég horfi meira á Youtube.

Áttu sérstök áhugamál?

Föndra og dans. Mér finnst gaman að dansa.

Ef þú værir sögupersóna í ævintýri, hver myndir þú helst vilja vera?

Einhver úr Disney, kannski hún í Lilo og Stich. Hún var flott.

Hvað er það skrítnasta sem þú hefur lent í?

Ég veit það ekki alveg.

Hvað er uppáhaldsmaturinn þinn?

Sushi og allur fiskur nema í skólanum.

Hvaða matur finnst þér verstur?

Fiskurinn í skólanum og ég smakkaði einu sinni snigla og andarlifur. Það var vont.

Í hverju ertu best?

Dansi.

Hvað finnst þér leiðinlegast að gera?

Ganga frá.

Áttu einhver gæludýr?

Hamstur sem heitir Max.

Hvað langar þig mest að verða þegar þú verður stór?

Sminka í leikhúsi. Mér finnst gaman að sminka fólk.

Hvað langar þig alls ekki að verða þegar þú verður stór?

Allar tegundir af læknum og kennari. Mig langar það alls ekki. Það lítur út eins og það sé ekki mjög skemmtileg vinna og svo geta nokkrir krakkar verið erfiðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×