Lífið

Efri stéttin: „Konur eiga ekki heima í valdastöðu #baramittálit“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Í nýjasta þætti heimsækir Efri stéttin viðurkenndan Voodoo prest. Ungur drengur segist hafa verið svikinn af fyrrverandi kærustunni sinni og þá tekur presturinn til sinna ráða og geri allskyns brögð með brúðu.

Allt endar þetta á því stelpan fer á Twitter og setur inn allskonar vitleysu inn og fremur í raun félagslegt sjálfsmorð. Sketsinn má sjá hér að neðan.

Krakkarnir í Efri stéttinni hafa vakið lukku í sumar með grínsketsaþáttum sínum. Þátturinn er sá sjötti af tíu.

Meðlimir Efri stéttarinnar eru þau Árni Steinn Viggósson, Bergþór Másson, Melkorka Davíðsdóttir Pitt, Ágúst Elí Ásgeirsson, Brynjar Barkarson, Birna María Másdóttir og Kári Eldjárn. Hluti þeirra hefur gert það gott í skemmtiþáttum Verzlunarskóla Íslands 12:00.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×