Innlent

Efnt til mótmæla við lögreglustöðina við Hverfisgötu í kvöld

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Eze Okafor hefur verið á Íslandi í fjögur ár en í fyrramálið stendur til að vísa honum af landi brott.
Eze Okafor hefur verið á Íslandi í fjögur ár en í fyrramálið stendur til að vísa honum af landi brott. Vísir/einkasafn
Boðað hefur verið til mótmæla fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu í kvöld vegna úrskurðar Útlendingastofnunar að vísa Nígeríu manninum Eze Okafor úr landi. Hann kom til Íslands fyrir fjórum árum síðan frá Svíþjóð.

Eze Okafor sótti um hæli hér á landi fyrir fjórum árum og segir líf sitt vera í hættu vegna hryðjuverkasamtakana Boko Haram. Hann hafði áður sótt um hæli í Svíþjóð áður en hann kom hingað.

Ákvörðun Útlendingastofnunar um brottvísun hefur verið gagnrýnd þar sem kærunefnd útlendingamála hafði fyrr í mánuðinum úrskurðað að það samræmdist ekki ákvæðum Dyflinnar-reglugerðinni að senda hann af landi brott þar sem of langur tími er liðinn frá því að hann sótti um hæli hér.

Samkvæmt Dyflinnar-reglugerðinni eru hælisleitendur sendir af landi brott hafi þeir sótt um hæli annars staðar í Evrópu. Þá eru þeir sendir aftur til þess lands sem upphaflega var sótt um hæli í.

Eze hefur nú verið handtekinn af lögreglunni og er stefnan að vísa honum úr landi í fyrramálið. Vinir hans á Íslandi, og samtökin No Borders Iceland, standa fyrir mótmælunum fyrir utan lögreglustöðina í kvöld. Krafan er að Eze verði sleppt og að hann fái dvalarleyfi hið snarasta á meðan umsókn hans um stöðu flóttamanns verði tekin til efnislegrar skoðunar.


Tengdar fréttir

Brá mikið við símtal frá lögreglunni

Lögmaður hælisleitenda gagnrýnir vinnubrögð Útlendingastofnunar harðlega eftir að skjólstæðingi hennar var gert að yfirgefa landið án þess að mál hans hafi verið tekið fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×