Lífið

Ed Sheeran og Paloma Faith sigursæl á bresku tónlistarverðlaununum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ed Sheeran á sviði O2-hallarinnar í London í kvöld.
Ed Sheeran á sviði O2-hallarinnar í London í kvöld. Vísir/Getty
Bresku tónlistarverðlaunin, Brit Awards, fóru fram í O2-höllinni í London í kvöld. Verðlaunahátíðin er einn stærsti tónlistarársins í Bretlandi og eru veitt verðlaun í fjölmörgum flokkum.

Ed Sheeran var valinn besti breski karllistamaðurinn og Paloma Faith besti breski kvenlistamaðurinn. Þá hlaut Ed Sheeran einnig verðlaun fyrir bestu bresku plötuna sem heitir X.

Besta breska hljómsveitin var Royal Blood og besti breski nýliðinn söngvarinn Sam Smith sem hlaut einnig verðlaun fyrir besta myndbandið við lagið Stay With Me.

Pharrell Williams var valinn besti erlendi karllistamaðurinn og Taylor Swift besti erlendi kvenlistamaðurinn. Foo Fighters vann verðlaun sem besta erlenda hljómsveitin.

Fjölmargir tónlistarmenn komu fram á hátíðinni í kvöld, þar á meðal sigurvegararnir Ed Sheeran, Taylor Swift og Sam Smith sem sjá má í myndbandinu hér að neðan taka lag sitt Lay Me Down.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×