Innlent

Drullusokkar til sóma

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Talið er að um 40 fótboltalið skipuð drullusokkum etji kappi í keppninni í ár.
Talið er að um 40 fótboltalið skipuð drullusokkum etji kappi í keppninni í ár.
Skíthælar og drullusokkar á Ísafirði höguðu sér með miklum sóma í nótt ef marka má Finnboga Dag Sigurðsson, varðstjóra á Ísafirði.

Hann segir að lítið sem ekkert hafi verið að gera hjá lögreglunni í nótt. Þrjú minniháttar fíkniefnamál komu inn á borð lögreglunnar og í öllum tilfellum um neysluskammta að ræða. Lítið var um pústra á milli manna þrátt fyrir að margir hafi þurft að drekka úr sér kuldann sem hefur hrellt Ísfirðinga og gesti þeirra um helgina.

Veðrið hefur farið heldur óblíðum höndum um Vestfirðina síðustu daga og hefur það meðal orðið til þess að fótboltaleiki á Mýrarboltamótinu þurfti að flytja í íþróttahúsið í Bolungarvík í gær.

Þar tókust menn á í ullarsokkabolta og var drullan sem einkennir hátíðina var víðsfjarri.

Þegar Vísir náði tali af Finnboga var hann „farinn að rífa af sér“ að sögn varðstjórans en þó væri enn töluverður kuldi í kortunum.

Finnbogi býst við að Mýrarboltamótið muni fara fram með skipulögðum hætti í dag og að botninn verði svo sleginn í það með heljarinnar balli í íþróttahúsi Ísafjarðarbæjar í kvöld. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×