Innlent

Drómi innheimtir 1,6 milljarða af lántakendum

Stígur Helgason skrifar
Tiltekin lánaform hjá SPRON voru lögleg lán í erlendri mynt að sögn Hæstaréttar.
Tiltekin lánaform hjá SPRON voru lögleg lán í erlendri mynt að sögn Hæstaréttar.
Drómi, slitastjórn SPRON og Frjálsa fjárfestingabankans, hyggst á næstunni rukka um 160 lántakendur um samtals 1,6 milljarð vegna gengislána sem hætt hefur verið við að endurreikna.

RÚV greindi frá málinu í kvöld. Fram kom að Drómi hefði, í kjölfar breytingar á lögum um vexti og verðtryggingu í árslok 2010, endurreiknað öll íbúðalán sem bundin voru erlendum gjaldmiðlum. Þó hafi verið gerður sá fyrirvari í upphafi að lánin kynnu að vera lögleg, Drómi taldi enda að lögin brytu gegn stjórnarskrá.

Í maí komst Hæstiréttur svo að þeirri niðurstöðu að tiltekin lánaform hjá SPRON hefðu verið lögleg lán í erlendri mynt og í kjölfarið krafðist Drómi þess að ríkið bætti það tjón sem þrotabúin hefðu orðið fyrir þegar lánin voru endurreiknuð.

Fjármálaráðuneytið hafnaði þeirri kröfu fyrir tveimur mánuðum og hefur Drómi nú ákveðið að krefja lántakendurna sjálfa um mismuninn, samtals rúmlega einn og hálfan milljarð króna, að því er fram kom á RÚV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×