Lífið

Dómari leit á vindgang leikmanns sem ögrun og gaf honum því rautt spjald

Birgir Olgeirsson skrifar
Fjölmiðlar ytra segja að svo virðist vera sem Ljungkvist hafi verið verulega slæmur maganum því jafnvel sóknarmaður andstæðinganna, Kristoffer Linde, heyrði greinilega hvað hafði átt sér stað.
Fjölmiðlar ytra segja að svo virðist vera sem Ljungkvist hafi verið verulega slæmur maganum því jafnvel sóknarmaður andstæðinganna, Kristoffer Linde, heyrði greinilega hvað hafði átt sér stað. Vísir/Getty
Svíinn Adam Lindin Ljungkvist, vinstri bakvörður Pershagens SK, fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiks liðsins við varalið Järna SK fyrir að leysa vind með miklum látum.

Dómari leiksins, Dany Kako, mat fretinn sem ögrun við sig og sem óíþróttamannslega hegðun.

Ljungkvist útskýrði mál sitt við Länstidningen Södertälje en um atvikið örlagaríka sagði hann: „Ég var einfaldlega slæmur í maganum, þannig að ég lét vaða. Ég fékk fyrir vikið tvö gul spjöld og svo rautt. Mér var verulega brugðið, þetta er það undarlegasta sem ég hef upplifað í knattspyrnu. Ég spurði dómarann: Hvað, má ég ekki leysa smá vind? Nei, svaraði hann. Ég skil þetta ekki en kannski taldi hann mig hafa rekið við í höndina mína og kastað því í áttina að honum, það gerði ég hins vegar ekki.“

Fjölmiðlar ytra segja að svo virðist vera sem Ljungkvist hafi verið verulega slæmur maganum því jafnvel sóknarmaður andstæðinganna, Kristoffer Linde, heyrði greinilega hvað hafði átt sér stað. „Ég stóð í góðri fjarlægð frá þessu en heyrði allt saman hátt og skýrt.“

Linde er sammála Ljungkvist um að þetta sé undarlegasta atvik sem hann hefur orðið vitni að. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×