Lífið

Dómari í virtri hönnunarkeppni í New York

Regína María Árnadóttir
Regína María Árnadóttir
Regína María Árnadóttir listakona og listrænn strjórnandi hjá style.com verður dómari í hönnunarkeppninni Fusion Fashion Show sem haldin verður í mars í New York á næsta ári.

Meðal þeirra sem dæma með henni er Joe Zee, listrænn stjórnandi hjá bandaríska ELLE. Keppnin er haldin árlega en í henni taka þátt ungir hönnunarnemar frá Parsons The New School og The Fashion Institute of Technology. Alls eru þrjátíu nemendur valdir til þess að taka þátt, fimmtán frá hverjum skóla.

Nemendurnir sýna á alls fimm sýningum yfir keppnishelgina og á lokasýnungunni er dómnefnd, skipuð fagfólki í tískuheiminum, sem velur sigurvegara. Skólarnir eru báðir mjög þekktir og virtir en í hópi fyrrum nemenda má nefna Alexander Wang, Jason Wu, Tom Ford, Marc Jacobs og Donnu Karan. Regína situr í dómnefnd ásamt öðrum þekktum einstaklingum úr tískutímaritaheiminum.

Næsta verkefni Regínu er að taka við stöðu útlitshönnuðar hjá íslenska Glamour, en áætlað er að tímaritið komi út skömmu eftir áramót.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×