Lífið

DiCaprio fær nýtt hlutverk

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Umhverfisvernd er leikaranum mjög hugleikin.
Umhverfisvernd er leikaranum mjög hugleikin. Vísir/getty
"Loftslagsbreytingar eru eitt alvarlegasta vandamálið í heiminum í dag. Mér finnst það vera siðferðisleg skylda mín að ræða þetta mál hér í dag á þessari mikilvægu stund, stundinni  sem við ætlum að grípa til aðgerða. Hvernig við bregðumst við loftslagsbreytingum á næstu árum, mun hafa úrslitaáhrif á framtíð alls lífs á þessari jörð", sagði stórleikarinn Leonardo DiCaprio, en í vikunni veittu Sameinuðu Þjóðirnar honum nafnbótina boðberi friðar eða "messenger of peace".

Það er mikill heiður fyrir leikarann þar sem hann er sá ellefti í heiminum til þess að hljóta þessa nafnbót. Meðal annarra leikara sem eru í þeim hópi eru Michael Douglas og Charlize Theron

Umhverfisvernd er DiCaprio ekki ókunn, en hann rekur sín eigin samtökThe Leonardo DiCaprio foundation sem einblína á umhverfis-og dýravernd á afskekktum stöðum í heiminum. 

Með nýja hlutverkinu mun leikarinn vekja athygli á starfsemi  Sameinuðu Þjóðanna í þágu umhverfisverndar og hugmyndum þeirra um aðgerðir vegna loftslagsbreytinga. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×