MIĐVIKUDAGUR 29. MARS NÝJAST 11:15

Hvort er betra ađ keyra eftir Android eđa Apple?

LÍFIĐ

De Jong spilar viđ hliđ Gerrard hjá LA Galaxy

 
Fótbolti
18:30 01. FEBRÚAR 2016
Nigel de Jong lćtur hér Xabi Alonso finna fyrir sér í úrslitaleik HM 2010.
Nigel de Jong lćtur hér Xabi Alonso finna fyrir sér í úrslitaleik HM 2010. VÍSIR/GETTY

Hollenska hörkutólið Nigel de Jong er orðinn liðsfélagi Steven Gerrard hjá bandaríska MLS-félaginu Los Angeles Galaxy en hann hefur gengið frá munnlegu samkomulagi.

Los Angeles Times sagði frá því að Nigel de Jong ætli að ganga frá starfslokum hjá ítalska félaginu AC Milan og spila með Los Angeles Galaxy á komandi tímabili.

Þetta hefur verið erfitt tímabil hjá Nigel de Jong sem hefur aðeins náð að spila sex leiki með AC Milan. Hann var fastamaður hjá Filippo Inzaghi tímabilið á undan.

Nigel de Jong er 31 árs gamall miðjumaður sem hefur auk AC Milan spilað með liðum Ajax Amsterdam, Hamburg SV og Manchester City.

De Jong var í þrjú tímabil hjá Manchester City en fór til AC Milan árið 2012. Hann spilaði á sínum tíma 80 leiki fyrir hollenska landsliðið.

Nigel de Jong er kannski þekktastur fyrir ruddatæklingu sína á móti Spánverjanum Xabi Alonso snemma í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í Suður-Afríku 2010 en De Jong slapp af einhverjum ástæðum með gult spjald. Spánverjar urðu á endanum heimsmeistarar eftir 1-0 sigur.

Nigel de Jong og Steven Gerrard spila því saman á miðju Los Angeles Galaxy á næsta tímabili en liðið þarf að gera mun betur en á fyrsta ári Gerrard  þar sem Galaxy-liðið datt út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / De Jong spilar viđ hliđ Gerrard hjá LA Galaxy
Fara efst