Lífið

David Blaine hélt að hann væri dáinn eftir að hafa skotið sjálfan sig í munninn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Litli mátti muna að hinn frægi sjónhverfingamaður hefði framið sína síðustu sjónhverfingu.
Litli mátti muna að hinn frægi sjónhverfingamaður hefði framið sína síðustu sjónhverfingu. Vísir
Sjónhverfingarmaðurinn David Blaine komst í hann krappann á síðasta ári þegar hann skaut sjálfan sig í munninn. Sérstakur bolli sem átti að grípa kúluna rann til svo ekki mátti miklu muna að illa færi.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í sérstökum þætti um Blaine sem meðal annars er þekktur fyrir að hafa látið grafa sig lifandi í heila viku. Þátturinn var sýndur í dag á bandarísku sjónvarpstöðinni ABC.

Í nóvember á síðasta ári var Blaine með sýningu í Las Vegas í Bandaríkjunum. Þar var hann búinn að útbúa riffill þannig að Blaine gæti hleypt af honum með því að toga í strengt. Byssunni var miðað á nákvæman hátt að munni Blaine en sérstakur bolli átti að grípa kúluna í munni Blaine.

Ekki vildi svo betur til en að bollinn hafði færst örlítið til í munni Blaine og var hann alveg viss um að hann hefði látið lífið.

„Þegar kúlan hitti í mark heyrði ég mjög hátt hljóð og högg niður í kok. Ég var alveg viss um að ég hefði látið lífið,“ sagði Blaine um atvikið.

Þá varð Blaine var við sársauka og það var þá sem hann áttaði sig á því að hann væri enn á lífi. Höggið olli því að Blaine særðist í munni en litlu mátti muna að sjónhverfingarmaðurinn frægði hefði framið sína síðustu sjónhverfingu líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×