FÖSTUDAGUR 24. MARS NÝJAST 02:00

Ólafía Ţórunn á einu höggi yfir pari eftir fyrsta hring

SPORT

Dansandi ofurhetjur heilluđu leikskólabörn

 
Innlent
22:00 29. JANÚAR 2016
Lillý Valgerđur Pétursdótir skrifar

Dansandi ofurhetjur glöddu leikskólabörn sem fylgdust hugfangin með forsýningu á nýju íslensku dansverki í Borgarleikhúsinu í dag. Verkið er fyrsta frumsamda dansverkið fyrir börn sem Íslenski dansflokkurinn sýnir í fimmtán ár.
Dansverkið heitir Óður og Flexa halda afmæli og er um tvo krakka sem upplifa sig sem ofurhetjur. Höfundar verksins eru tveir þau Þyri Huld Árnadóttir og Hannes Þór Egilsson.

„Það er náttúrulega alveg rosalega gaman að gera svona barnaverk,“ segir Hannes Þór danshöfundur. „Það sem þau upplifa er oft svo rosalega öðruvísi en fullorðið fólk og rosalega áhugavert,“ segir Hannes.
Það voru börn af leikskólunum Kvistaborg sem fylgdust með sýningunni í dag og höfðu gaman af. Sýningin sjálf tekur um fjörutíu mínútur og sátu börnin heilluð á meðan á henni stóð. Verkið verður svo frumsýnt á morgun og verða sýningar næstu helgar.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Dansandi ofurhetjur heilluđu leikskólabörn
Fara efst