Innlent

Dansað við lag um nauðganir

Edda Sif Pálsdóttir skrifar
Druslugangan verður farin á laugardag og henni lýkur með skemmtilegum tónleikum í miðbæ Reykjavíkur. Í ár voru Reykjavíkurdætur fengnar til að semja lag fyrir gönguna og tilmælin voru heldur sérkennileg: Gerið djammlag sem fjallar um nauðganir.

„Það var svo erfitt að byrja. Druslugangan fjallar um erfitt málefni á skemmtilegan hátt og við þurftum að taka á þessu þannig að það kæmi rétt út,“ segja Reykjavíkurdætur sem urðu bæði reiðar og leiðar út í umheiminn þegar þær sömdu textann við lagið.

Myndbandið við lagið var frumsýnt í Íslandi í dag þar sem fjallað var um gönguna. „Við vildum vera inni í umhverfi sem væri viðkvæmt en erum samt ótengdar því. Fólk gerir sér grein fyrir því að þetta sé vísun í kynferðisofbeldi án þess að við segjum það beint. Við erum bara stjarfar og röppum.“ Sem dæmi geti börn því horft á myndbandið og dansað við lagið án þess að skilja það. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×