Innlent

Dagur sendir borgarstjóra London samúðarkveðju

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Einn hinna særðu fluttur á sjúkrahús á miðvikudag.
Einn hinna særðu fluttur á sjúkrahús á miðvikudag. vísir/getty
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, sendi í gær samúðarkveðjur til Sadiq Khan, borgarstjóra í London vegna voðaverkanna sem áttu sér stað í borginni síðastliðinn miðvikudag. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar.

Þar varð maður fjórum að bana þar sem hann keyrði á gangandi vegfarendur fyrir utan breska þingið og réðist á lögreglumann með hníf.

Í bréfi Dags til borgarstjórans sendir hann samúðarkveðjur fyrir hönd Reykjavíkurbúa og minnir hann á nauðsyn þess að standa saman þegar slíkir atburðir eiga sér stað, fyrir umburðarlyndu samfélagi, þar sem allir geti blómstrað á eigin forsendum og gegn slíkum atburðum haturs og ofbeldis.

Hugur Reykvíkinga sé hjá fórnarlömbum árásarinnar, fjölskyldum þeirra og vinum, ásamt íbúum London.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×