Innlent

Dæmt hefur verið í 105 málum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Þór Hauksson segir að af þeim 185 málum sem hafi verið til rannsóknar sé búið að ákæra í 147 málum.
Ólafur Þór Hauksson segir að af þeim 185 málum sem hafi verið til rannsóknar sé búið að ákæra í 147 málum. fréttablaðið/Daníel
Dæmt hefur verið í 105 málum í héraði af þeim málum sem sérstakur saksóknari hefur ákært í frá því að embættið var stofnað í byrjun árs 2009.

Embættið heldur ekki tölfræði yfir það hversu mörgum málum lýkur með sakfellingu og hversu mörgum lýkur með sýknu. Heildarfjöldi mála sem hefur verið í ákærumeðferð hjá embættinu að lokinni rannsókn voru 185 en alls er búið að ákæra í 147 málum. Um síðustu mánaðamót voru 96 mál á rannsóknarstigi hjá embættinu.

Þau mál embættisins sem hafa verið hvað mest áberandi í fjölmiðlum eru þau sem eru rekin gegn fyrrverandi stjórnendum föllnu bankanna. Í gær var dæmt í einu þeirra þegar þau Sigurjón Árnason, fyrrverandi forstjóri Landsbankans, og Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá bankanum, voru sýknuð af ákæru um umboðssvik vegna svokallaðrar Panamafléttu. Það er í annað sinn sem þau tvö eru sýknuð í málum sem höfðuð hafa verið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að það sé í höndum ríkissaksóknara að taka ákvörðun um hvort því máli verði áfrýjað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×