Innlent

Dæmd í sex mánaða fangelsi

Fórnarlambið fékk meðal annars mar í andlit og verk í höfuðkúpu.
Fórnarlambið fékk meðal annars mar í andlit og verk í höfuðkúpu. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt konu í sex mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og þjófnað. Hún hefur sex sinnum áður verið sakfelld fyrir refsilagabrot.

Í dómi héraðsdóms kemur fram að konan hafi aðfaranótt 7. febrúar síðastliðins ráðist á konu, fyrst í anddyri íþróttahúss með því að slá hana með hægri olnboga í andlit og taka hana kverkataki.

Skömmu síðar hafi hún ráðist á hana á ný á gangi fyrir framan búningsklefa kvenna, með því að kýla hana einu hnefahöggi með hægri hendi í andlit. Þá segir að árásin hafi meðal annars haft þær afleiðingar að fórnarlambið fékk mar í andlit, verk í höfuðkúpu, bólgu á báðum vörum og að efri kjálki hafi brotnað.



Konan var einnig dæmd til að greiða fórnarlambi líkamsárásarinnar rúmar 400 þúsund krónur og Lyfju rúmar sex þúsund krónur, auk máls- og sakarkostnaðar.

Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×