Lífið

Cooper í stað Eastwood

Bradley Cooper mun sennilega leikstýra frekar en að fara með aðalhlutverkið.
Bradley Cooper mun sennilega leikstýra frekar en að fara með aðalhlutverkið.
Til stóð að leikarinn Clint Eastwood myndi leikstýra endurgerð myndarinnar A Star is Born. Nú hafa Warnes Bros hins vegar hafið viðræður við leikarann Bradley Cooper um að bregða sér á bak við myndavélina og leikstýra myndinni.

Eastwood ætlaði upphaflega að fá Cooper til þess að fara með aðalhlutverkið í myndinni ásamt söngkonunni Beyoncé.

Myndin A Star is Born var upphaflega gerð árið 1937 með þeim Frederick March og Janet Gaynor í aðalhlutverkum.

Hún var svo endurgerð tvisvar, fyrst árið 1954 með Judy Garland og James Mason og svo aftur árið 1976 með Kris Kristofferson og Barbra Streisand.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×